Þrjú snjóflóð og tvö þeirra yfir veg

Snjór á Seyðisfirði. Mynd úr safni.
Snjór á Seyðisfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Þrjú snjóflóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði, austur af byggðinni, og fóru tvö þeirra yfir akveg.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar og eru flóðin talin hafa fallið að kvöldi þriðjudags.

Fréttin heldur áfram handan auglýsingar hér fyrir neðan.

Staðsetningar flóðanna þriggja. Tvö þau stærri eru merkt með stjörnu.
Staðsetningar flóðanna þriggja. Tvö þau stærri eru merkt með stjörnu. Kort/Veðurstofa Íslands

Flóðtungan hærri en vinnuvélin

Flóðin voru öll vot flekahlaup samkvæmt skilgreiningu stofnunarinnar.

„Flóðtungan er þykk á akveginum, hærri en vinnuvélin sem ruddi í gegnum það,“ segir í athugasemd sérfræðings Veðurstofu um stærsta flóðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert