Þyrlan sótti slasaðan skipverja

Þyrla gæslunnar flaug með slasaðan skipverja.
Þyrla gæslunnar flaug með slasaðan skipverja. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla landhelgisgæslunnar sótti í morgun slasaðan skipverja sem þurfti á aðhlynningu að halda.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Skipverjinn var um borð í fiskiskipi 65 sjómílum suðvestur af Reykjanesi, er hann slasaðist á hönd. Voru meiðslin þannig að hann þurfti á aðhlynningu á sjúkrahúsi að halda.

Útkallið barst á níunda tímanum í morgun og tók þyrlan á loft um klukkan hálftíu í morgun.

Þyrlan var komin að skipinu um klukkan 9.50 og gekk vel að hífa manninn um borð og flytja hann til Reykjavíkur, að sögn Ásgeirs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert