„Tómar íbúðir“ nýttar sem orlofshús og undir rekstur

Orlofshús nema um þriðjungi tómra íbúða í Mýrdalshreppi.
Orlofshús nema um þriðjungi tómra íbúða í Mýrdalshreppi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þær íbúðir sem flokkaðar eru sem tóm­ar hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un eru oft nýtt­ar sem or­lofs­hús eða und­ir gistirekst­ur.

Þetta sýna niður­stöður frá sveit­ar­fé­lög­un­um Langa­nes­byggð, Mýr­dals­hreppi, Grýtu­bakka­hreppi og Dala­byggð. Þau eru hluti af þeim 25 sveit­ar­fé­lög­um sem eru í sam­starfi við HMS til að fara bet­ur yfir skrán­ing­ar þeirra íbúða sem metn­ar eru sem tóm­ar. 

HMS flokkaði yfir tíu þúsund íbúðir sem tóm­ar á síðasta ári, en það jafn­gild­ir um 6,5% allra full­bú­inna íbúða.

HMS skil­grein­ir all­ar íbúðir þar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir um fasta bú­setu sem tóm­ar íbúðir. Matið bygg­ist á upp­lýs­ing­um úr fast­eigna­skrá, ásamt lög­heim­il­is­skrán­ing­um frá Þjóðskrá og upp­lýs­ing­um um virka leigu­samn­inga í Leigu­skrá HMS, auk þess sem tekið er til­lit til ein­stak­linga sem ekki eru með skráð lög­heim­ili á íbúð.

Íbúðirn­ar nýtt­ar sem or­lofs­hús

Fjög­ur fram­an­greind sveit­ar­fé­lög hafa nú skilað gögn­um til HMS þar sem bet­ur er farið yfir skrán­ingu tómra íbúða.

Í skýrslu HMS seg­ir að tæp­lega þrjár af hverj­um fjór­um íbúðum sem HMS met­ur sem tóm­ar í Dala­byggð séu nýtt­ar sem or­lofs­hús, en í Grýtu­bakka­hreppi sé tæp­lega helm­ing­ur slíkra íbúða nýtt­ur sem or­lofs­hús.

Or­lofs­hús nemi aft­ur á móti fimmt­ungi af metn­um heild­ar­fjölda tómra íbúða í Langa­nes­byggð og um þriðjungi í Mýr­dals­hreppi.

Graf/​HMS
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert