Tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. desember …
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. desember síðastliðinn. mbl.is/Karítas

Karl­maður á þrítugs­aldri hef­ur verið dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás sem varð manni að bana á skemmti­staðnum Lúx við Aust­ur­stræti í fyrra­sum­ar. Dóm­ur­inn er skil­orðsbund­inn til þriggja ára.

Maður­inn mun því ekki afplána dóm­inn nema upp komi brot á skil­orði.

Játaði brotið

Að sögn Dag­mars Asp­ar Vé­steins­dótt­ur, sak­sókn­ara hjá héraðssak­sókn­ara, játaði maður­inn brotið og var því ekki þörf á aðalmeðferð.

Dóm­ur var kveðinn upp í mál­inu 30. des­em­ber en hef­ur ekki enn verið birt­ur.

At­vikið átti sér stað aðfaranótt laug­ar­dags­ins 24. júní. Hinn látni hét Karol­is Zelen­kauskas, sem var 25 ára og frá Lit­há­en.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert