Tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. desember …
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. desember síðastliðinn. mbl.is/Karítas

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem varð manni að bana á skemmtistaðnum Lúx við Austurstræti í fyrrasumar. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Maðurinn mun því ekki afplána dóminn nema upp komi brot á skilorði.

Játaði brotið

Að sögn Dagmars Aspar Vésteinsdóttur, saksóknara hjá héraðssaksóknara, játaði maðurinn brotið og var því ekki þörf á aðalmeðferð.

Dómur var kveðinn upp í málinu 30. desember en hefur ekki enn verið birtur.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 24. júní. Hinn látni hét Karolis Zelenkauskas, sem var 25 ára og frá Litháen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert