VR auglýsir eftir forystufólki

Framboðsfrestur rennur út 3. febrúar.
Framboðsfrestur rennur út 3. febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjörstjórn stéttarfélagsins VR hefur auglýst eftir einstaklingsframboðum til formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð.

Þetta segir í tilkynningu frá félaginu.

Þarf 50 meðmæli frá öðrum félögum

Auglýst er einstaklingsframboð til formanns, sjö sæti í stjórn félagsins og þrjú sæti til vara.

Hyggist einstaklingur bjóða sig til formanns þarf sá 50 meðmæli frá öðrum félögum innan VR en 15 meðmæli ef stefnt er á framboð til stjórnar eða varastjórnar.

Framboðsfrestur er til 3. febrúar

Einnig auglýsir félagið listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð en til þess að listinn sem borinn er fram gegn lista uppstillinganefndar VR sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 VR-félaga sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum.

Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum VR er einstaklingi óheimilt að skipa sæti samtímis á lista til trúnaðarráðs og vera í framboði til formanns eða stjórnar félagsins.

Framboðsfrestur er til klukkan 12 á hádegi, mánudaginn 3. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert