Anna Rut, Sveinbjörn og Anna Sigrún ráðin

Anna Rut Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Finnsson og Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Rut Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Finnsson og Anna Sigrún Baldursdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Anna Rut Kristjáns­dótt­ir, Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir og Svein­björn Finns­son hafa verið ráðin aðstoðar­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Anna Rut mun sinna al­mennri sam­hæf­ingu og Anna Sigrún verður ráðgjafi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í vel­ferðar­mál­um með áherslu á sam­hæf­ingu verk­efna vel­ferðarþjón­ust­unn­ar. Þær hafa báðar hafið störf.

Svein­björn mun vinna að sam­hæf­ingu á sviði at­vinnu­stefnu og lofts­lags­mála og hef­ur störf á næstu mánuðum, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins. 

Anna Rut er með meist­ara­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands og hef­ur frá ár­inu 2021 starfað hjá umboðsmanni Alþing­is, lengst af sem skrif­stofu­stjóri kvart­ana­sviðs. Á ár­un­um 2014 til 2019 starfaði hún sem lög­fræðing­ur hjá umboðsmanni Alþing­is og leysti tíma­bundið af sem lög­fræðing­ur við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

Þá starfaði Anna Rut sem lög­fræðing­ur í for­sæt­is­ráðuneyt­inu 2020 til 2021 og á skrif­stofu rektors Há­skóla Íslands 2019 til 2020 auk þess að sitja í úr­sk­urðar­nefnd vel­ferðar­mála árin 2020 til 2021. Anna Rut hef­ur und­an­far­in ár sinnt stunda­kennslu, m.a. í stjórn­sýslu­rétti, op­in­berri stjórn­sýslu og starfs­manna­rétti á grunn- og meist­ara­stigi við laga­deild og stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands og laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík.

Anna Sigrún er með BS próf í hjúkr­un­ar­fræði frá Há­skóla Íslands og MBA gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík auk þess sem hún stundaði nám í op­in­berri stjórn­sýslu við Há­skóla Íslands. Hún var síðustu ár skrif­stofu­stjóri öldrun­ar­mála hjá Reykja­vík­ur­borg en áður starfaði hún sem fram­kvæmda­stjóri, aðstoðarmaður for­stjóra, fjár­málaráðgjafi og hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Land­spít­ala.

Anna Sigrún var einnig aðstoðarmaður fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra 2009 til 2011 og aðstoðarmaður vel­ferðarráðherra 2011 til 2013. Þar áður starfaði hún sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur í Stokk­hólmi og víðar og rak m.a. eigið fyr­ir­tæki í heil­brigðisþjón­ustu í Reykja­vík.

Svein­björn er með BSc gráður í eðlis­fræði og iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Íslands, MSc gráðu í orku­verk­fræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IMPA vott­un í verk­efna­stjórn­un. Hann hef­ur starfað hjá Lands­virkj­un frá ár­inu 2015, síðast sem for­stöðumaður verk­efnaþró­un­ar á sviði viðskiptaþró­un­ar og ný­sköp­un­ar. Áður sinnti hann alþjóðlegri viðskiptaþróun og viðskipta­grein­ingu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Í störf­um sín­um hjá Lands­virkj­un hef­ur hann m.a. leitt stefnu­mót­un um alþjóðlega starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, farið fyr­ir samn­ingaviðræðum við nýja viðskipta­vini og stýrt verk­efn­um sem snúa að orku­skipt­um í ís­lensku at­vinnu­lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert