Fjórir fluttir með þyrlunni eftir bílslys

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fjóra af vettvangi. Tveir eru slasaðir.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fjóra af vettvangi. Tveir eru slasaðir. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fjóra á Landspítalann í Fossvogi nú í kvöld eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi, suðvestur af Kirkjubæjarklaustri. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir útkallið hafa borist á sjötta tímanum og að þyrlan hafi lent við spítalann rétt eftir klukkan átta. 

Ríkisútvarpið greinir frá því að um tveggja bíla árekstur hafi verið að ræða. Sex hafi verið í bílunum, fimm í öðrum og einn í hinum. Tveir hafi hlotið áverka sem séu þó ekki lífshættulegir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert