Núbba mistök hjá Ingu og Elon Musk í geðrofi

Mikil tíðindavika er að baki þar sem Donald Trump tók við embætti forseta, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ákvað að víkja úr forystusveit Sjálfstæðisflokksins og handboltalandsliðið gerði allt vitlaust.

Öllu þessu sér stað í nýjasta þætti Spursmála þar sem fréttavikan er gerð upp með þeim Bjarna Helgasyni og Hermanni Nökkva Gunnarssyni, blaðamönnum á Morgunblaðinu.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptökuna má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube.

Þröng staða Landsvirkjunar

Þá mætir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar í þáttinn og ræðir þá þröngu stöðu sem fyrirtækið er nú komið í eftir að héraðsdómur felldi úr gildi heimildir fyrirtækisins til þess að halda áfram við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá.

Landsvirkjun hefur óskað leyfis Hæstaréttar til þess að fá að skjóta málinu beint þangað og fram hjá Landsrétti en að öllum líkindum mun taka marga mánuði að leiða málið til lykta, hvernig sem fer.

Sneisafullur þáttur af áhugaverðu efni sem gott er að dreypa á nú þegar þorrinn gengur í garð, jafnt á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Bjarni Helgason og Hermann Nökkvi Gunnarsson fara yfir fréttir vikunnar …
Bjarni Helgason og Hermann Nökkvi Gunnarsson fara yfir fréttir vikunnar og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar mætir til þess að ræða raforkumarkaðinn og uppnámið vegna afturköllunar á virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert