Lögregla handtók þrjá grunaða um stórfellda líkamsárás eftir að slagsmál brutust út.
Þrír voru þátttakendur í slagsmálunum en er lögregla kom á vettvang var meintur árásarmaður farinn, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Viðkomandi fannst þó stuttu síðar með áverka eftir slagsmálin.
Þá voru hinir tveir fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Allir þrír voru handteknir vegna málsins sem er nú til rannsóknar.