Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á Rauðarárstíg við Njálsgötu í gærkvöldi.
Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir í samtali við mbl.is að tveir gisti í fangaklefa vegna málsins en þrír tóku þátt í slagsmálunum.
Þegar lögregla kom á vettvang var meintur árásarmaður horfinn en hann fannst stuttu síðar með áverka eftir slagsmálin.
Tveir voru fluttir á bráðadeild til aðhlynningar.
Guðmundur segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og að ekki sé búið að yfirheyra þá tvo sem eru í fangaklefa, en svo virðist vera sem um alvarlega líkamsárás hafi verið að ræða.