Vilja reka leikskólastjóra

Mikill styr stendur um leikskólastjóra Maríuborgar og kvarta bæði foreldrar …
Mikill styr stendur um leikskólastjóra Maríuborgar og kvarta bæði foreldrar og starfsfólk yfir honum. mbl.is/Karítas

For­eldr­ar 60 barna sem ým­ist eru eða hafa verið á leik­skól­an­um Maríu­borg í Grafar­holti í Reykja­vík lýsa yfir van­trausti á leik­skóla­stjór­ann og krefjast þess að hann segi starfi sínu lausu, ell­egar verði hon­um vikið úr starfi eða sett­ur í leyfi taf­ar­laust á meðan mál hans er rann­sakað.

Svo seg­ir í bréfi sem for­eldr­arn­ir sendu borg­ar­ráði Reykja­vík­ur sl. þriðju­dag. Áður höfðu for­eldr­arn­ir sent sama er­indi til for­manns skóla- og frí­stundaráðs borg­ar­inn­ar, en voru ekki virt­ir svars. Því var brugðið á það ráð að senda er­indið til borg­ar­ráðs.

Halda má því til haga að formaður skóla- og frí­stundaráðs er borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, en um­rædd­ur leik­skóla­stjóri var á fram­boðslista flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um 2018. Leik­skóla­stjór­inn komst í frétt­ir árið 2020 þegar hann starfaði sem bakvörður á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík.

Áréttað:

Leik­skóla­stjór­inn er ekki bakvörður­inn í Bol­ung­ar­vík sem villti á sér heim­ild­ir og var hand­tek­inn fyr­ir að hafa fram­vísað fölsuðum gögn­um.

Leik­skóla­stjór­inn starfaði sem sjúkra­liði á hjúkr­un­ar­heim­il­inu en land­lækn­ir synjaði hon­um um leyf­is­bréf sem sjúkra­liði þrátt fyr­ir að hann væri menntaður sem slík­ur. Var synj­un­in á grund­velli þess að hann hefði ekki viðhaldið kunn­áttu sinni frá út­skrift með því að vinna sem sjúkra­liði frá því nám­inu lauk.

Heil­brigðisráðuneytið komst síðar að þeirri niður­stöðu að sú ákvörðun hafi ekki verið tek­in á rétt­um laga­grund­velli.

Starfs­menn í veik­inda­leyfi

Seg­ir í bréf­inu, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, að áhyggj­ur for­eldr­anna snúi að ör­yggi og vel­ferð barn­anna, en at­vik sem skrá­sett hafa verið sýni fram á ýmis brot á lög­um og regl­um sem gilda um leik­skólastarf, barna­vernd og per­sónu­vernd. Er þar vísað til laga um leik­skóla þar sem kveðið er á um að leik­skól­ar skuli tryggja ör­yggi og vel­ferð barna, en einnig til laga um per­sónu­vernd sem og laga um mál­efni fatlaðs fólks þar sem mælt er fyr­ir um rétt barna með sérþarf­ir til stuðnings.

Í bréf­inu er full­yrt að óá­sætt­an­leg hegðun leik­skóla­stjór­ans hafi leitt til þess að 17 starfs­menn hið minnsta og marg­ir þeirra með mikla starfs­reynslu hafi hætt störf­um á Maríu­borg vegna óviðun­andi fram­komu hans. Að auki séu sjö starfs­menn Maríu­borg­ar í lang­tíma­veik­inda­leyfi.

Fram kem­ur að fag­legt starf í leik­skól­an­um hafi dreg­ist veru­lega sam­an og und­ir­bún­ing­ur barna fyr­ir grunn­skóla­nám sé afar tak­markaður. Full­yrt er að kvart­an­ir hafi farið að ber­ast Reykja­vík­ur­borg vegna fram­komu leik­skóla­stjór­ans strax á reynslu­tíma hans haustið 2023. Hann var eigi að síður fa­stráðinn.

Um­fjöll­un­ina í heild sinni má nálg­ast í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka