Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til fundar kl. 13 á morgun, sunnudag, í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll (gamla NASA-salnum).
Áslaug auglýsir fundinn í Morgunblaðinu í dag.
Tilgreinir hún ekki tilefni fundarins í auglýsingunni en Áslaug hefur verið nefnd á meðal þeirra sem þykja líklegir til að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Bjarni Benediktsson sagði 6. janúar að hann hygðist ekki bjóða sig fram til formennsku flokksins að nýju. Verður því kosið um nýja forystu flokksins á landsfundi sem fer fram 28. febrúar til 2. mars.