Dómurinn kom öllum í opna skjöldu

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi dómur kom öllum í opna skjöldu. Við unnum allt kjörtímabilið að því að einfalda leyfisveitingarferli sem og að gera það sem í okkar valdi stóð til að undirbúningur þeirra virkjana sem Landsvirkjun var að fara í, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, yrði eins hnökralaus og mögulegt væri,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að við undirbúning téðra virkjana hafi framkvæmdaraðilar aldrei farið fram á að vatnalögum yrði breytt hvað varðar það atriði sem héraðsdómur byggði á þegar hann felldi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun úr gildi.

Höfðu áhyggur af ýmsu en ekki þessu

Hann gagnrýnir ummæli sem birtust í Tý í Viðskiptablaðinu og tekin voru upp í Staksteinum Morgunblaðsins í gær, þar sem hann var gagnrýndur fyrir að hafa ekki farið í að láta breyta umræddri lagagrein.

„Enda voru ekki uppi áhyggjur af því að við værum komin með lög í landinu sem hefðu þau áhrif að virkjanir og aðrar framkvæmdir við ár og vötn væru ekki heimilar. Það var ýmislegt sem menn höfðu áhyggjur af, en ekki þessu. Það segir sig sjálft að varkárt og öflugt fyrirtæki eins og Landsvirkjun hefði ekki farið í þessar framkvæmdir hefði það haft áhyggjur af dómsmálinu,“ segir Guðlaugur Þór.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert