Enginn talinn í lífshættu vegna árekstursins

Tveir bílar sem lentu saman rétt austan við Kúðafljót.
Tveir bílar sem lentu saman rétt austan við Kúðafljót. Ljósmynd/Lögreglan

Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi í gærkvöldi er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Fjórir voru fluttir á Land­spít­al­ann í Foss­vogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi. 

„Þetta voru tveir bílar sem lentu saman rétt austan við Kúðafljót,“ segir Garðar en hann segir bílana hafa verið að aka á móti hvor öðrum er þeir lentu saman.

Alls voru sex einstaklingar í bílunum, fimm í öðrum og einn í hinum, en Garðar segir tvo hafa verið flutta með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Suðurlands. 

Aðspurður segir Garðar enga hafa hlotið lífshættulega áverka af en að grunur liggi á um beinbrot hjá þeim sem fluttir voru á Landspítalann í Fossvogi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert