Útlit er fyrir fremur rólegt veður um helgina, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
Spáð er norðvestlægri átt í dag, víða gola en strekkingur syðst.
Norðan til verður snjókoma en smám saman dregur úr ofankomu sunnanlands. Vægt frost víða.
Á morgun er útlit fyrir að dragi úr vindi og létti til sunnan heiða.
„Áfram dálítil snjókoma eða él fyrir norðan, en úrkomuminna um kvöldið. Herðir á frostinu,“ segir í hugleiðingunum.