Krotaði „Gaza“ á Alþingishúsið

Lögregla tekur sérstaklega fram að „Gaza“ hafi verið skrifað á …
Lögregla tekur sérstaklega fram að „Gaza“ hafi verið skrifað á þinghúsið. mbl.is/Hari

Lögreglu var í dag tilkynnt um skemmdarverk á Alþingishúsinu þar sem búið var að spreyja á glugga þess og styttu við húsið. Lögreglan tekur fram að „Gaza“ hafi verið skirfað með spreybrúsa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá því í dag en fleira er ekki skrifað um skemmdarverkin.

Önnur mál sem tekin eru fram í tilkynningunni eru m.a. líkamsárás á rútubílstjóra að tilefnislausu í hverfi 101 og heimilisófriður í hverfi 110.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert