Meiri háttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur

Meintur árásarmaður hljóp af vettvangi.
Meintur árásarmaður hljóp af vettvangi. mbl.is/Ari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling grunaðan um meiri háttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem segir frá verkefnum frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Hringt var á lögreglu vegna atviksins en þegar komið var á vettvang hljóp meintur árásarmaður af vettvangi.

Eftir stutta eftirför var hann svo handtekinn og vistaður í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Tilkynnt um aðra líkamsárás

Einnig var tilkynnt um líkamsárás í Múlahverfi í Reykjavík. Ekki koma fram frekari upplýsingar um það atvik í dagbók lögreglu fyrir utan að málið sé í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert