Fjöldaárekstur varð á Miklubraut nú fyrir skömmu. Engan sakaði en á myndum frá vegfaranda má sjá nokkra bíla sem virðast hafa skollið saman, þar á meðal einn sem hefur hafnað uppi á kanti.
Vegfarandinn segir við mbl.is að lögregla sé mætt á vettvang og að engan hafi sakað. Hann segir að um fimm bílar hafi lent í árekstrinum.
Varðstjóri slökkviliðsins segir að enginn sjúkraflutningabíll hafi verið ræstur út.
Veginum milli Grensáss og Reykjanesbrautar til austur var lokað vegna umferðaróhappsins en er nú opinn að nýju.
Fréttin hefur verið uppfærð.