Vegfarendur í Háaleitis- og Bústaðahverfinu í dag kunna að reka upp stór augu er þeir eiga leið hjá garði við Garðsenda, en þar stendur stærðarinnar snjólistaverk sem líkist getnaðarlim.
Lesandi mbl.is smellti myndum af „snjókarlinum“ skrítna en óhætt er að segja að listamaðurinn hafi vandað til verka og er þó ekki um neina smásmíði að ræða.
Ekki liggur fyrir hver stendur á bak við verkið eða hver viðbrögð íbúa í götunni hafi verið en lesandi sem sendi myndirnar inn spyr einungis: „Má þetta?“