Veikur sjómaður sóttur á þyrlu LHG

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á haf til að sækja …
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á haf til að sækja veikan sjómann. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst beiðni um há­deg­is­bil í dag um að sækja veik­an sjó­mann um borð á ís­lensku fiski­skipi.

Þetta staðfest­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, en þyrl­an lenti á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi rétt í þessu.

„Þetta voru veik­indi þess eðlis að það þurfti að sækja viðkom­andi með þyrlu,“ seg­ir Ásgeir spurður um al­var­leika veik­ind­anna.

Ásgeir seg­ir skipið hafa verið staðsett vest­ur af Reykja­nesi þegar kallað var eft­ir aðstoð Gæsl­unn­ar. Áhöfn þyrlunn­ar hafi sem bet­ur fer verið á æf­ingu þegar út­kallið barst og því getað brugðist skjótt við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka