Veikur sjómaður sóttur á þyrlu LHG

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á haf til að sækja …
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á haf til að sækja veikan sjómann. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrlu Landhelgisgæslunnar barst beiðni um hádegisbil í dag um að sækja veikan sjómann um borð á íslensku fiskiskipi.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, en þyrlan lenti á Landspítalanum í Fossvogi rétt í þessu.

„Þetta voru veikindi þess eðlis að það þurfti að sækja viðkomandi með þyrlu,“ segir Ásgeir spurður um alvarleika veikindanna.

Ásgeir segir skipið hafa verið staðsett vestur af Reykjanesi þegar kallað var eftir aðstoð Gæslunnar. Áhöfn þyrlunnar hafi sem betur fer verið á æfingu þegar útkallið barst og því getað brugðist skjótt við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert