Voru meðvituð um vanda í Maríuborg

Formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar segir að ásakanir foreldra séu …
Formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar segir að ásakanir foreldra séu teknar alvarlega. mbl.is/Karítas

„Við erum búin að vera með þetta mál í fanginu frá því að foreldrar komu fyrst að máli við okkur og við vorum meðvituð um að þarna væri ákveðinn vandi. Það kom inn nýr leikskólastjóri við erfiðar aðstæður og hún fær stuðning. Það var ekki auðvelt fyrir hana að taka við,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Leitað var viðbragða hennar vegna þess ástands sem skapast hefur á leikskólanum Maríuborg, en foreldrar 60 barna í skólanum hafa krafist þess að leikskólastjóranum verði vikið frá störfum.

Á hann eru bornar ýmsar sakir, bæði af hálfu foreldra sem og nokkurra starfsmanna leikskólans, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær.

Fagstjóri verið til halds og trausts

Segir Árelía Eydís að fagstjóri í hverfismiðstöðinni, Austurmiðstöð Reykjavíkur sem leikskólinn heyrir undir, hafi verið leikskólastjóranum til halds og trausts.

Hún fari sjálf ekki inn í mál sem upp komi, heldur sjái til þess að embættismenn sinni þeim fyrir hönd borgarinnar. Hins vegar hafi verið fundað reglulega með foreldrum sem óskað hafi nafnleyndar.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert