Gripu gámaþjóf glóðvolgan

Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar …
Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni var til­kynnt um ein­stak­ling sem var að brjót­ast inn í gáma í Árbæn­um.

Reynd­ist til­kynn­ing­in hár­rétt og var þjóf­ur­inn grip­inn glóðvolg­ur á vett­vangi, að því er seg­ir í dag­bók lög­reglu í morg­un.

Var hann í kjöl­farið hand­tek­inn og vistaður í fanga­geymslu í þágu rann­sókn­ar máls­ins.

Ólæti í al­menn­ings­vagni

Þá var lög­reglu til­kynnt um ein­stak­ling sem var með ólæti í al­menn­ings­vagni. Hon­um var gert að yf­ir­gefa vagn­inn og halda sína leið með öðrum hætti.

Að minnsta kosti fimm öku­menn voru stöðvaðir á höfuðborg­ar­svæðinu grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert