Lægð nálgast landið

Búast má við snjókomu í flestum landshlutum í dag.
Búast má við snjókomu í flestum landshlutum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fremur aðgerðalítið veður verður á landinu næstu dagana, líkt og veðurfræðingur Veðurstofunnar orðar það í hugleiðingum sínum í morgun.

Spáð er breytilegri átt og búast má við snjókomu í flestum landshlutum.

Útlit er fyrir norðvestlæga eða breytilega átt í dag. Snjókoma eða él, víða 5-13 m/s en yfirleitt hægari vindur norðaustan til. Búast má við vægu frosti.

„Í kvöld dregur úr vindi og ofankomu og léttir til. Þá herðir á frosti.“

Þykknar upp með éljum

Lægð nálgast landið úr vestri á morgun. Þykknar þá upp vestanlands með éljum. Annars bjart víða, þurrt veður en stöku él við norðurströnd landsins.

Spáð er breytilegri átt og vindur yfirleitt á bilinu 3-10 m/s. Frost 2-12 stig, kaldast inn til landsins á austanverðu landinu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert