Ók á skilti og reyndist vera eftirlýstur í útlöndum

Lögregla handtók mann sem reyndist síðan vera eftirlýstur erlendis.
Lögregla handtók mann sem reyndist síðan vera eftirlýstur erlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður ók bíl á steyptan stólpa og umferðarskilti í hverfi 101 í dag. Ökumaður bifreiðarinnar var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en reyndist vera eftirlýstur af erlendum yfirvöldum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að hann hafi þegar átt yfir höfði sér sektir fyrir að haga ökuhraða sínum ekki miðað við aðstæður sem og að aka á óhæfum hjólbörðum.

„Hann reyndist einnig vera eftirlýstur fyrir erlend lögregluyfirvöld og var hann því vistaður í fangaklefa eftir að það var búið að draga úr honum blóðsýni,“ segir enn fremur í tilkynningu frá lögreglunni. Málinu er ekki lýst frekar í dagbók lögreglu.

Þar er þó einnig greint frá öðru máli þar sem aðili hafi verið handtekinn í hverfi 101 grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Hann var einnig grunaður um ólögmæta dvöl í landinu en hann neitaði að segja til nafns og framvísa skilríkjum. Var sá vistaður í fangaklefa vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert