Tónlistin fær að fljóta óþvinguð

Sveitatónlist og þjóðlög í bland, segir Soffía Björg hér í …
Sveitatónlist og þjóðlög í bland, segir Soffía Björg hér í viðtalinu, spurð um tónlistarstefnu sína. mbl.is/Sigurður Bogi

Ég leyfi tón­list­inni að fljóta nán­ast óþvingað, því slíkt leiðir gjarn­an eitt­hvað gott og skemmti­legt af sér,“ seg­ir Soffía Björg Óðins­dótt­ir, söngvaskáld í Borg­ar­f­irði. Sú gerði storm­andi lukku þegar hún söng og spilaði síðasta föstu­dags­kvöld í Vik­unni, sjón­varpsþætti Gísla Marteins. Dag­inn eft­ir var hún svo kom­in á heima­slóðir sín­ar og skemmti þar með Jakobi Frí­manni Magnús­syni og fleiri góðum sem voru með sam­komu í fé­lags­heim­il­inu Brún í Bæj­ar­sveit í Borg­ar­f­irðinum.

Grín um miðaldra fólk

Slag­ar­inn sem Soffía hef­ur víða sungið að und­an­förnu – svo sem í sjón­varp­inu – og gæti orðið ein­kenn­islag henn­ar, er Draum­ur að fara í bæ­inn. Lagið er danskt að upp­runa en fyr­ir 70 árum var sam­inn að því tex­inn Það er draum­ur að vera með dáta. Þar sagði frá ís­lensku stúlk­unni sem undi sér vel og fann ást­ina í faðmi her­manns, en slík­ir frá Bretlandi og síðar Banda­ríkj­un­um voru á tím­um síðara stríðs og í kjöl­far þess hér á landi svo skipti tug­um þúsunda. „Og finna hve ljúft þeir láta / þá líður tím­inn fljótt,“ seg­ir í text­an­um sem Soffía Karls­dótt­ir söng – en barna­barn henn­ar er Soffía Björg sem hér er í viðtali.

„Ég spilaði í Her­náms­setrinu síðastliðið sum­ar og var þar beðin um að flytja lagið sem amma söng forðum um draum­inn og dát­ann. Svo þegar heim var komið að æfa lagið þá datt mér þessi nýi texti í hug og frum­flutti hann svo á tón­leik­un­um. Þessi texti er sam­tíma­grín um miðaldra fólk í leit að ást­inni með öllu sem því fylg­ir,“ seg­ir Soffía Björg sem stend­ur á fer­tugu.

Að lokinni Magnúsarvöku sl. laugardagskvöld. Frá vinstri talið Eðvarð Lárusson, …
Að lok­inni Magnús­ar­vöku sl. laug­ar­dags­kvöld. Frá vinstri talið Eðvarð Lárus­son, Soffía Björg, Jakob Sig­urðar­son, Heiðmar Eyj­ólfs­son og Jakob Frí­mann sem legg­ur hönd á öxl Ásmund­ar Sig­urðsson­ar.

Sjálflærð á gít­ar og pí­anó

Tón­list­ar­nám hóf Soffía fyr­ir 20 árum, hún byrjaði í söngnámi og nam síðar tón­smíðar í Lista­há­skóla Íslands. Svo er hún sjálflærð á gít­ar og pí­anó. Í mús­íkstússi sínu hef­ur Soffía gjarn­an verið í sam­starfi við tón­list­ar­mann­inn Pét­ur Ben sem hef­ur kennt henni sitt­hvað í laga­smíðum og texta­gerð. Hann er upp­töku­stjóri á næstu plötu Soffíu sem vænt­an­leg er í vor, þeirri þriðju sem hún send­ir frá sér. Sú plata eins og hinar tvær fyrri er gef­in út á steym­isveit­um og hægt að kaupa lög af þeim þar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 23. janú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert