Ungmenni á vappi með skammbyssu

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í leitinni en hún bar þó …
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í leitinni en hún bar þó ekki árangur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regla hef­ur ekki haft uppi á ung­menni sem talið er hafa meðhöndlað skamm­byssu í Múla­hverfi í gær­kvöld. Þeir telja sig þó þekkja nokkra sem hafi verið með í för.

Tals­verður viðbúnaður var í hverf­inu vegna til­kynn­ing­ar­inn­ar og tók sér­sveit­in þátt í leit­inni.

„Við telj­um okk­ur hafa borið kennsl á ein­hverja þarna,“ seg­ir Guðbrand­ur Sig­urðsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Náðust á ör­ygg­is­upp­tök­ur

Lög­reglu barst til­kynn­ing frá íbúa í hverf­inu sem hafði séð til hóps ung­menna á ferli og taldi sig hafa séð eitt þeirra hand­leika skot­vopn.

Guðbrand­ur seg­ir lög­regl­una hafa und­ir hönd­um mynd­efni úr ör­ygg­is­mynda­vél­um sem styðji við frá­sögn íbú­ans.

„Þær sýna okk­ur að um ung­menni er að ræða, eða und­ir tví­tugu, og við ætl­um að um skamm­byssu sé að ræða en það er nátt­úru­lega ekk­ert staðfest fyrr en við erum kom­in með ætlað vopn í hend­urn­ar.“

Sér­sveit­in með málið bak við eyrað

Dregið var úr viðbúnaði eft­ir að ekki tókst að hafa uppi á ung­menn­un­um og ljóst var að ekki væri um hættu­ástand að ræða.

„En sér­sveit­in var með þetta bak við eyrað um nótt­ina.“

Lög­regl­an er enn með málið til skoðunar og reyni nú m.a. að staðfesta hvort um sé að ræða góðkunn­ingja lög­regl­unn­ar. Ekki hafa borist fleiri til­kynn­ing­ar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert