Vesturbæjarlaugin er enn lokuð vegna netbilunar.
„Ekki er hægt að tryggja öryggi gesta þar sem öryggismyndavélar og annar búnaður virkar ekki vegna netbilunar,“ segir í tilkynningu frá lauginni.
Segir þar að bilunin tengist því að leiðari hafi farið í sundur úti á götu. Verið sé að vinna að viðgerð og sömuleiðis að reyna að tryggja annað net fyrir búnað sundlaugarinnar.