Ísland á niðurleið í leitarvélum

Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Eftir eldgos eru …
Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Eftir eldgos eru mál nú að komast í eðlilegt horf, í bili að minnsta kosti. Morgunblaðið/Eyþór

Ferðaþjónustu til framdráttar þarf á erlendum mörkuðum skipulagða almenna kynningu á Íslandi sem áfangastað og vörumerki. Þar þurfa opinberir aðilar að koma að málum. Síðustu ár hefur allt slíkt legið í láginni, en er þó mikilvægt því eftir fylgja þá fyrirtækin sjálf með beina markaðssetningu og sölustarf.

„Á ferðamarkaði er Ísland í harðri samkeppni við til dæmis Noreg og Finnland, þar sem aðstæður eru um margt svipaðar og hér. Því þarf að halda vel á spöðunum og ekkert má gefa eftir,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Morgunblaðið ræddi við hann um hagsmunamál greinarinnar; ástand og horfur.

600 milljarða kr. köku þarf að stækka

Vænta má að erlendir ferðamenn sem koma til Íslands í ár verði um tvær milljónir, það er svipað og var í fyrra. Þegar horft er á afkomu og arðsemi af rekstri fyrirtækjanna mættu þó tölurnar vera aðrar og betri, segir Pétur og heldur áfram:

„Raungengi íslensku krónunnar er hátt og ferðir til Íslands dýrar. Slíkt getur fælt frá. Miklar hækkanir á flestum, ef ekki öllum kostnaðarliðum ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár hafa bitið fast og jafnframt dregið úr samkeppnishæfni. Þá er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af fyrirætlunum nýrrar ríkisstjórnar um ýmis komu- og náttúrugjöld sem eðlilega fara beint út í verðlagið.

Í dag er verðmætasköpun þjónustu við erlent ferðafólk á Íslandi um 600 milljarðar króna á ári og þriðjungur af því – alls um 200 milljarðar króna – skilar sér í sameiginlega sjóði. Mikilvægt er að stækka kökuna svo meira verði til skiptanna og þar má alveg kosta nokkru til af opinberu fé, svo miklu skilar þessi atvinnuvegur.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert