Jarðskjálfti reið yfir í Bárðarbungu nú rétt fyrir klukkan 13. Hann var yfir 3 að stærð og sýna fyrstu mælingar Veðurstofu fram á stærðina 3,4.
Skjálftinn virðist hafa átt upptök sín í norðanverðri öskju eldstöðvarinnar.
Fyrr í mánuðinum varð hrina skjálfta í Bárðarbungu. Var hún svo mikil að slík virkni hafði ekki sést frá árinu 2014, þegar eldgos braust út í eldstöðvakerfinu og kom upp í Holuhrauni.