Vatnsleki í Borgarleikhúsinu

Borgarleikhúsið.
Borgarleikhúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í Borgarleikhúsið snemma í morgun vegna vatnsleka.

Tveir dælubílar slökkviliðsins fóru á staðinn og tók um tvo og hálfa klukkustund að hreinsa upp vatnið að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Hlynur Páll Pálsson, samskiptastjóri Borgarleikhússins, segir í samtali við mbl.is að svo virðist vera að pakkning á krana í vaski á 2. hæð hafi gefið sig í nótt eða snemma í morgun og hafi kalt vatn lekið á þremur hæðum byggingarinnar.

„Það er búið að þurrka allt vatn og við fyrstu sýn virðist ekki hafa orðið neitt alvarlegt tjón. Það lak vatn inn í búningsherbergi leikara, inn í almenningsrými og niður í kjallara til íslenska dansflokksins. Það voru allir ræstir út með handklæði, mottur og vatnssugur og slökkviliðið stóð sig frábærlega,“ segir Hlynur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert