Það verður víða snjókoma eða él á landinu í dag í austlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Vindurinn verður norðlægari síðdegis og það dregur úr ofankonu og léttir til á sunnanverðu landinu. Frost verður á bilinu 1 til 10 stig.
Á morgun verður breytileg átt 3-8 m/s. Það verður bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost verður 3 til 15 stig, kaldast í innsveitum. Það verður vaxandi sunnanátt við vesturströndina um kvöldið með stöku éljum.