Refahræ bíða rannsóknar

Matvælastofnun bíður eftir refahræjum til rannsóknar en stofnunin fékk tilkynningu …
Matvælastofnun bíður eftir refahræjum til rannsóknar en stofnunin fékk tilkynningu um að refir hafi drepist og að ekki sé augljóst að það hafi gerst af slysförum. Ljósmynd/Ingólfur Davíð Sigurðsson

Ef rýnt er í talna­efni sem teng­ist fuglain­flú­ensu­far­aldr­in­um sem geisað hef­ur hér á landi virðist hann vera að fjara út.

Þóra J. Jón­as­dótt­ir yf­ir­dýra­lækn­ir bend­ir þó á að tek­in séu færri sýni. „Við erum auðvitað ekki að halda áfram að taka sýni úr fugl­um á sama svæðinu þó þeir haldi áfram að drep­ast.“

Mat­væla­stofn­un bíður eft­ir refa­hræj­um til rann­sókn­ar en stofn­un­in fékk til­kynn­ingu um að ref­ir hafi drep­ist og að ekki sé aug­ljóst að það hafi gerst af slys­för­um.

Ekk­ert spen­dýr hef­ur greinst með fuglain­flú­ensu síðan mink­ur sem fannst dauður í Vatns­mýri 17. janú­ar greind­ist já­kvæður.

240 dauðir frá ára­mót­um

Til­kynn­ing­ar um dauða eða veika fugla til Mat­væla­stofn­un­ar eru það sem af er ári 226 tals­ins. Alls hef­ur verið til­kynnt um 240 dauða fugla og 52 veika fugla á tíma­bil­inu. Lang­flest­ar til­kynn­ing­arn­ar hafa komið af höfuðborg­ar­svæðinu og suðvest­ur­horni lands­ins.

Þóra seg­ir erfitt að ráða í þróun fuglain­flú­ensu­far­ald­urs­ins þótt til­kynn­ing­um til Mat­væla­stofn­un­ar hafi fækkað. Ekki sé þor­andi að túlka færri til­kynn­ing­ar í eina eða aðra átt. Snjó hafi kyngt niður og að fljótt fenni yfir fugla sem drep­ist.

Bend­ir hún á að tek­in séu færri sýni. Bæði svo rann­sókn­ar­stof­unni verði ekki drekkt í verk­efn­um og svo ekki verði til óþarfa kostnaður.

„Við gef­um okk­ur að sama teg­und á sama svæði með sömu ein­kenni á sama tíma drep­ist af sömu ástæðu.“

Þannig séu ein­göngu þau sýni tek­in sem nauðsyn­legt sé til að fylgj­ast með út­breiðslu. Fyrst og fremst séu nýj­ar teg­und­ir vaktaðar og ný svæði. Farið sé með op­in­bert fé og það þurfi að gera spar­lega.

Kortið sýnir dreifingu tilkynninga um landið.
Kortið sýn­ir dreif­ingu til­kynn­inga um landið. Kort/​Mat­væla­stofn­un

Lang­flest­ar gæs­irn­ar drep­ist úr fuglain­flú­ensu

Ef fyrstu 28 dag­ar árs­ins eru born­ir sam­an við fyrstu 28 daga árs­ins í fyrra má vera ljóst að um far­ald­ur er að ræða en fyrstu 28 daga árs­ins í fyrra barst Mat­væla­stofn­un 1 til­kynn­ing um 3 dauða fugla.

Nú hafa sem seg­ir borist 226 til­kynn­ing­ar um 240 dauða fugla. Flest­ir fugl­arn­ir sem drep­ist hafa á ár­inu eru gæs­ir eða 133 tals­ins. Um­tals­vert færri eða 17 álft­ir hafa drep­ist, 12 svartþrest­ir, 8 hrafn­ar og 7 skóg­arþrest­ir. Aðrar teg­und­ir má telja á fingr­um annarr­ar hand­ar.

Yf­ir­dýra­lækn­ir seg­ir talið að lang­flest­ar hafi gæs­irn­ar drep­ist úr fuglain­flú­ensu.

Mæla­borð Mat­væla­stofn­un­ar um skráðar ábend­ing­ar um veika eða dauða fugla

Þessi gæs fannst dauð ásamt átján öðrum í Vatnsmýrinni fyrr …
Þessi gæs fannst dauð ásamt átján öðrum í Vatns­mýr­inni fyrr í janú­ar. Ljós­mynd/​​Gunn­ar Þór Hall­gríms­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert