Skorið úr um lögmæti aðgerða á föstudag

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fór fyrr til þess …
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fór fyrr til þess að vera viðstaddur samningaviðræður KÍ við Samband íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í máli for­eldra leik­skóla­barna gegn Kenn­ara­sam­bandi Íslands vegna út­færslu verk­fallsaðgerða er lokið. Málið fékk flýtimeðferð og verður úr­sk­urður dóm­ara héraðsdóms kveðinn upp á föstu­dag klukk­an 15.

Alls lögðu kenn­ar­ar í níu skól­um niður störf þann 29. októ­ber. Náðu verk­föll­in til allra skóla­stiga en ein­ung­is var um að ræða ótíma­bund­in verk­föll í leik­skól­um. Aðgerðirn­ar voru tíma­bundn­ar á öðrum skóla­stig­um.

Verk­föll á fjór­um leik­skól­um stóðu yfir í fimm vik­ur, eða þar til deiluaðilar gerðu sam­komu­lag um friðarskyldu í lok nóv­em­ber. Verk­föll­um var þá frestað í tvo mánuði en þau hefjast á ný þann 1. fe­brú­ar, semj­ist ekki fyr­ir þann tíma.

Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, fylgdist með aðalmeðferðinni.
Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, fylgd­ist með aðalmeðferðinni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fór fyrr til þess að vera viðstadd­ur samn­ingaviðræður

Á föstu­dag­inn verður skorið úr um hvort verk­fallsaðgerðir KÍ séu í raun ólög­leg­ar, eins og for­eldr­arn­ir telja, í ljósi þess að þær hafi bitnað á fá­menn­um hópi barna og með því hafi börn­um þeirra verið mis­munað.

Magnús Þór Jóns­son, formaður KÍ, mætti við aðalmeðferðina en fór fyrr til þess að vera viðstadd­ur samn­inga­fund.

Einnig var Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, mætt­ur við meðferðina en hann gaf ekki kost á viðtali að henni lok­inni.

Einnig tek­ist á um miska­bæt­ur

Ekki var ein­ung­is tek­ist á um hvort verk­fallsaðgerðir KÍ séu ólög­leg­ar held­ur einnig hvort for­eldra­hóp­ur­inn eigi rétt á miska­bót­um vegna verk­fall­anna sem munu hefjast á ný á laug­ar­dag ef ekki næst að semja fyr­ir þann tíma.

Mun það þýða að eng­in starf­semi verður í leik­skól­un­um fjór­um þegar mánu­dag ber að garði þann 3. fe­brú­ar.

Um er að ræða Drafnar­stein í Reykja­vík, Holt í Reykja­nes­bæ, Ársali á Sauðár­króki og leik­skóla Seltjarn­ar­ness.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert