Settist inn í bíl og hótaði ökumanni með hnífi

Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði.
Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Lög­regl­an hand­tók í dag mann sem hótaði öku­manni með hnífi eft­ir að hafa ruðst inn í bíl hans og heimtað far.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar.

Ökumaður­inn var að leggja bíln­um sín­um í Hafnar­f­irði þegar maður­inn sest inn og biður um far.

Þegar ökumaður­inn neit­ar hon­um dreg­ur maður­inn upp hníf og hót­ar að stinga hann.

Ökumaður­inn fór þá út og hljóp frá bif­reiðinni. 

Lög­regla kom síðar á vett­vang og hand­tók þann er ruðst hafði inn í bíl­inn og færði hann í fanga­klefa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert