Er bókin ónothæf eða góð yfirferð?

Grænbókarnefndin var skipuð í desember 2023 og var ætlað að …
Grænbókarnefndin var skipuð í desember 2023 og var ætlað að skila niðurstöðum fyrir 1. júní 2024. Grænbókin var kynnt í desember 2024. Ljósmynd/Pexels

ADHD-samtökin gera alvarlegar athugasemdir við grænbók um stöðu ADHD-mála á Íslandi. Grænbókin kom nýverið út og var skrifuð af þar til skipaðri nefnd af þáverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, fyrir rúmlega ári.

Segja ADHD-samtökin í umsögn sinni í samráðsgátt að þau fagni að grænbókin hafi verið gerð, en telja þó alvarlega annmarka á vinnu starfshópsins. Segja þau núverandi útgáfu algerlega ónothæfa sem grundvöll frekari stefnumótunar í málaflokknum.

Fjallað var um grænbókina í Morgunblaðinu síðasta mánudag þar sem meðal annars kom fram að grænbókarnefndin teldi að gæðum á bæði greiningum og meðferð við taugaþroskaröskuninni ADHD væri ábótavant. Segir Alma Möller heilbrigðisráðherra í skriflegu svari til blaðsins að ráðherra muni í framhaldi af grænbókarvinnunni meta stöðuna og hvað megi betur fara. Á meðal þess sem fram kemur í grænbókinni er að vísbendingar eru um að greiningum á ADHD hafi fjölgað gríðarlega mikið á síðustu árum og að notkun örvandi lyfja við ADHD hafi einnig stóraukist.

Þessu hafna ADHD-samtökin í umsögn sinni og telja engin haldbær gögn eða rannsóknir styðja þær fullyrðingar sem kallaðar eru glæfralegar af samtökunum.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert