Fuglainflúensa greindist í ref

Refurinn sem felldur var í Skagafirði vegna gruns um fuglainflúensu …
Refurinn sem felldur var í Skagafirði vegna gruns um fuglainflúensu greindist jákvæður. Ljósmynd/Ingólfur Davíð Sigurðsson

Fuglain­flú­ensa H5N5 greind­ist í ref úr Skagaf­irði í vik­unni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un.

Mat­væla­stofn­un bár­ust niður­stöður rann­sókna til­rauna­stöðvar Há­skóla Íslands að Keld­um á sýn­um sem tek­in voru úr ref sem af­lífaður var í Skagaf­irði fyrr í vik­unni.

Vera vak­andi fyr­ir óeðli­legri hegðun

Íbúi tók eft­ir að ref­ur­inn var aug­ljós­lega veik­ur en hann var mjög slapp­ur, hreyfði sig lítið og var valt­ur á fót­um.

Til­kynnt var um ref­inn til Mat­væla­stofn­un­ar og reynd­ar refa­skytt­ur fengn­ar til að af­lífa hann. Hræið var sent til rann­sókna og greind­ist hann með fuglain­flú­ensu af gerðinni H5N5.

Í ljósi þess vill Mat­væla­stofn­un biðja fólk að vera vak­andi fyr­ir sjúk­dóms­ein­kenn­um eða óeðli­legri hegðun í ref­um og senda stofn­un­inni til­kynn­ingu ef það verður vart við veika eða dauða ref, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fleiri spen­dýr geta smit­ast

Þá bend­ir stofn­un­in á að fleiri spen­dýr, svo sem rott­ur og mýs, geti smit­ast af fuglain­flú­ensu, þótt veir­an hafi ekki greinst hingað til í þess­um dýra­teg­und­um hér á landi.

Mat­væla­stofn­un vill benda á að það er vara­samt vegna smit­hættu að taka mýs og halda þær í búr­um inn­an­húss eins og því miður komi fyr­ir, auk þess sem það sé óheim­ilt sam­kvæmt lög­um um vel­ferð dýra og það sama eigi við um öll önn­ur villt dýr.

Ef vart verður við óeðli­leg­an dauða í mús­um og rott­um skal það til­kynnt til Mat­væla­stofn­un­ar.

Skila­boð til katta- og hunda­eig­enda eru þau að smit­hætta er enn til staðar og æski­legt að þeir reyni áfram að koma í veg fyr­ir að dýr þeirra fari í veika eða dauða villta fugla eða spen­dýr.

Sýk­ing­in ekki í rén­un

Til­kynn­ing­um sem ber­ast Mat­væla­stofn­un um dauða og veika villta fugla hef­ur fækkað og fuglain­flú­ensa hef­ur ekki greinst í þeim sýn­um úr fugl­um sem rann­sökuð hafa verið síðustu daga.

„Mat­væla­stofn­un tel­ur ekki tíma­bært að álykta að sýk­ing í villt­um fugl­um sé í rén­un og biður fólk að vera áfram vak­andi fyr­ir sjúk­dóms­ein­kenn­um í fugl­um og að til­kynna stofn­un­inni um veika og dauða fugla sem það sér,“ sem seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Til­kynna skal um veik eða dauð villt spen­dýr og fugla með því að smella á hnapp­inn ábend­ing­ar og fyr­ir­spurn­ir efst á heimasíðu Mat­væla­stofn­un­ar, mast.is.

Mik­il­vægt er að til­kynn­ing­unni fylgi ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um staðsetn­ingu og best er að skrá hnit staðar­ins. Nauðsyn­legt er að taka fram hvaða fugla- eða dýra­teg­und er um að ræða og/​eða láta mynd fylgja með til­kynn­ing­unni.

Mæla­borðið Mat­væla­stofn­un­ar um fuglain­flú­ensu hef­ur verið upp­fært. Þar má finna upp­lýs­ing­ar um all­ar til­kynn­ing­ar auk upp­lýs­inga um sýna­tök­ur og niður­stöður rann­sókna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert