Þjóðin á ekki orkuauðlindina

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Það er mik­il­vægt að gera sér grein fyr­ir því að orku­auðlind­in er ekki í eigu þjóðar­inn­ar. Það er ekki þannig. Hún er í eigu land­eig­and­ans.“

    Þetta bend­ir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar á í viðtali á vett­vangi Spurs­mála þar sem talið berst að mögu­leg­um auðlinda­skött­um á orku­fyr­ir­tæk­in í land­inu.

    Sam­keppn­is­hæfn­in í for­grunni

    Hörður seg­ir að stíga verði var­lega til jarðar í þeim efn­um, enda megi slík skatt­heimta ekki koma niður á sam­keppn­is­hæfni Íslands þegar kem­ur að sölu raf­orku. Málið sé ekki síst flókið fyr­ir þá staðreynd að hér er í boði svo­kölluð strönduð raf­orka, hún verður ekki flutt í sínu upp­runa­lega formi úr landi.

    Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Ríkið eign­ast marg­ar auðlind­ir

    „Það er mik­il­vægt að gera sér grein fyr­ir því að orku­auðlind­in er ekki í eigu þjóðar­inn­ar. Það er ekki þannig. Hún er í eigu land­eig­and­ans. Og land­eig­end­ur eiga mjög rík­an rétt og aft­ur á móti eru op­in­ber­ir aðilar, sér­stak­lega í gegn­um þjóðlend­u­lög­in, eig­end­ur að stóru lands­svæði og þannig eign­ast þar auðlinda­rétt­inn og svo var það Ein­ar Bene­dikts­son sem snemma á síðustu öld tryggði sér mikið af rétt­ind­um sem fóru síðan yfir til rík­is­ins. En í grunn­inn er þetta einka­rétt­ar­leg eign. Þannig að ég held að menn eigi ekki að fara þá leið, ef það vill að þjóðin fái ein­hverja auðlindar­entu að þá sé óskyn­sam­legt að gera það gegn­um eign­ar­haldið. Það er hægt að gera það gegn­um eign­ar­haldið á fyr­ir­tækj­un­um en það er einnig hægt að gera það með orku­skött­um. Ef aðilar vilja. Nú eru nærsam­fé­lög­in að gera til­kall sem við höf­um al­veg skiln­ing á, til já­kvæðari af­leiðinga og það er kannski sér­stak­lega að það sé sann­gjarn­ari skipt­ing.  Eins og til dæm­is í Hvamms­virkj­un þá fær Rangárþing ytra háar upp­hæðir á hverju ári, 80-100 millj­ón­ir í fast­eigna­gjöld en Skeiða- og Gnúp­verja­hrepp­ur fær ekki neitt.“

    Og það skýr­ir hinn miklu breiðari stuðning í Rangárþingi en...

    „Þetta er bara ósann­gjarnt. Og það þarf að breyta þessu og tryggja meiri ávinn­ing þó að ávinn­ing­ur­inn sé nú þegar mik­ill að þá held ég að ein­hver skatt­heimtu­leið sé skyn­söm leið, þó að það megi ekki fara í of, því þetta fer allt út í raf­orku­verðið og það er krefj­andi fyr­ir okk­ur að vera sam­keppn­is­hæf á þess­um alþjóðlega markaði sem við störf­um. Það er umræða sem er mjög vill­andi hér á Íslandi að það sé enda­laus eft­ir­spurn eft­ir orku á Íslandi. Það er al­gjör­lega háð verðinu.“

    Orku­verðið sam­keppn­is­hæft en ekki lágt

    Og verðið hér er ekki úr korti lágt eins og sum­ir halda fram?

    „Nei, eins og sést í af­komu Lands­virkj­un­ar þá erum við búin að end­ur­semja við flesta okk­ar viðskipta­vini og þeir eru að borga sam­bæri­legt og ann­arsstaðar og við eig­um að stefna að því. En svo eru bara mikl­ar niður­greiðslur oft ann­arsstaðar þannig að við þurf­um að tryggja sam­keppn­is­hæfni okk­ar því við erum að selja svo­kallaða strandaða orku. Og það er bara mjög flók­in staða, það er mjög töff eins og ég segi oft að selja þesa orku. Það er ekki auðvelt. Og við verðum að halda vel á okk­ar spöðum, við verðum að tryggja sam­keppn­is­hæfni okk­ar og lyk­il­atriðið þar er að við för­um í hag­kvæma virkj­ana­kosti og hag­kvæm­ir virkj­ana­kost­ir á Íslandi eru vatns­afl, jarðvarmi og vind­ur á landi á hag­kvæm­um stöðum. Allt tal um sól­ar­orku, vind á hafi, sjáv­ar­falla­virkj­an­ir verður ekki fram­kvæm­an­legt og verður senni­lega aldrei sam­keppn­is­hæft. Það eru bara þess­ar aðstæður á landi. Við verðum aldrei sam­keppn­is­hæf í sól­ar­orku. Það er bara 50% minni nýtni sól­ar­orku­sella en í Evr­ópu.“

    Það þarf ekki annað en að líta út um glugg­ann til að skilja það.

    „Við meg­um ekki missa umræðuna, sól­ar­orka í sum­ar­bú­stöðum, svona remote, get­ur al­veg passað, til þess að þjón­usta þenn­an al­menna markað. Við verðum að horfa á hag­kvæmn­ina, og gera þetta hag­kvæmt til þess að vera sam­keppn­is­hæf þá er þetta ein­hver styrk­asta stoðin í ís­lenska efna­hags­kerf­inu, þetta er súr­efni fyr­ir at­vinnu­grein­ar framtíðar­inn­ar.“

    Viðtalið við Hörð má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:



    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert