Stríðið gerði meðferðarúrræði mjög erfið

Mouna flutti frá Sýrlandi til Hollands og þaðan til Íslands …
Mouna flutti frá Sýrlandi til Hollands og þaðan til Íslands til að sameinast eiginmanni sínum sem hafði flúið strýðið í Sýrlandi. Ljósmynd/Kraftur

„Í upp­hafi þegar ég greind­ist fannst mér til­hugs­un­in óbæri­leg og ég hataði þá staðreynd að þetta skyldi koma fyr­ir mig. Ég gat ekki hugsað um framtíðina því ég vissi ekki hvort ég myndi lifa af – hvort sem það yrði vegna sjúk­dóms­ins eða stríðsins.“

Þetta seg­ir Mouna Nasr de Alamatouri, sjálf­boðaliði og lyfja­fræðing­ur, í viðtali við Kraft á lifi­dern­una.is en hún starfaði hjá Rauða kross­in­um í Sýr­landi að því að styðja barns­haf­andi kon­ur og börn með nær­ingu og við for­varn­ir gegn brjóstakrabba­meini áður en hún flutt­ist til Hol­lands og síðan til Íslands til að sam­ein­ast eig­in­manni sín­um sem hafði flúið strýðið í Sýr­landi.

Fann hnút í eig­in brjósti

Þegar Mouna var að fræða mæður um brjósta­gjöf og varn­ir fann hún hnút í eig­in brjósti. Reynd­ist um krabba­mein að ræða sem krafðist taf­ar­lausr­ar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar.

Á þess­um tíma var hún gift og átti þriggja mánaða dótt­ur. Fjöl­skylda henn­ar stóð ótrauð með henni þrátt fyr­ir ótta og áhyggj­ur um að missa hana.

Mouna segir Kraft hafa hjálpað sér að finna að hún …
Mouna seg­ir Kraft hafa hjálpað sér að finna að hún sé ekki ein og að það sé sam­fé­lag til eins og fjöl­skylda þegar maður þurfi á stuðningi að halda. Ljós­mynd/​Kraft­ur

Stöðugar sprengju­árás­ir bættu ekki ástandið

Stríðið gerði öll meðferðarúr­ræði mjög erfið – lyf voru dýr og erfitt var að nálg­ast þau. Ferðalög voru hættu­leg og kröfðust þess að fara þurfti í gegn­um fjölda eft­ir­lits­stöðva með stöðugri hættu á skot­hríð eða mann­rán­um. Þá bættu stöðugar sprengju­árás­ir ekki ástandið.

Þrátt fyr­ir erfiða tíma veitti stuðning­ur fjöl­skyld­unn­ar og unga dótt­ir Mounu henni styrk til að halda áfram bar­átt­unni.

„Eft­ir að ég flutti frá Hollandi til Íslands í lok árs 2022 byrjaði ég að leita að krabba­meins­sam­fé­lagi og fann Kraft. Kraft­ur hef­ur hjálpað mér að finna að ég er ekki ein og að það er sam­fé­lag til sem er eins og fjöl­skylda þegar maður þarf á stuðningi að halda.“

Í dag geng­ur Mounu vel og seg­ir hún að þrátt fyr­ir alla erfiðleik­ana hafi reynsl­an einnig verið bless­un. Bless­un sem minn­ir hana á að lifa hvern ein­asta dag eins og hann væri sá síðasti því það sé svo margt á þess­ari jörð sem er þess virði að lifa fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert