Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag

Aukinn viðbúnaður á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði hefur verið felldur úr …
Aukinn viðbúnaður á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði hefur verið felldur úr gildi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gert er ráð fyrir áframhaldandi óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum fram til mánudags.

Viðbúnaður á tilteknum svæðum, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði sem kynntur var í gær, er þó fallin úr gildi, að segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.  

Meðan óvissustig varir eru vegfarendur og ferðamenn sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert