Bjóða börnum að koma með tillögur að úrbótum

Börn hafa iðulega komið athugasemdum sínum til skila.
Börn hafa iðulega komið athugasemdum sínum til skila. mbl.is/Árni Sæberg

Börn og ungmenni fá tækifæri í dag til að koma athugasemdum sínum um strætókerfið til skila og leggja til tillögur að úrbótum á samráðsfundi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna, ungmennaráðs Unicef og Strætó með kjörnum fulltrúum sveitarstjórna.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samráðsfundur er haldinn og fer hann fram í Hinu húsinu klukkan 13.

Að þessu sinni verður áherslan á strætókerfið á höfuðborgarsvæðinu og fengu allir kjörnir sveitarstjórnarmenn þar boð á fundinn.

Salvör Nordal umboðsmaður barna segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin að fundinum sé sprottin út frá samtölum ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og ungmennaráðs Unicef við börn síðustu ár, en þau koma iðulega með ábendingar eða tillögur um strætókerfið, en börn og ungmenni eru stór hluti notenda strætó.

Salvör segir athugasemdir barnanna mismunandi. Til að mynda hafi þau gert athugasemdir við hátt verðlag, leiðakerfið og öryggismál auk þess sem mörg þeirra hafi kvartað undan framkomu strætóbílstjóra í sinn garð.

„Það er náttúrlega mjög mikilvægt að hafa samráð við unga fólkið um strætókerfið, sérstaklega þegar það er verið að breyta því. En það hefur ekki tíðkast hingað til,“ segir Salvör.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert