Fimm skiptu með sér bónusvinningnum

Enginn var með allar fimm tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins.
Enginn var með allar fimm tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. mbl.is/Karítas

Enginn nældi sér í stóra vinninginn í Lottó-útdrætti kvöldsins og verður næsti pottur því fjórfaldur.

Fimm miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningnum og fær hver og einn rúmar 319 þúsund krónur í sinn vasa. 

Þrír miðanna voru keyptir á Lotto-appinu og tveir á Lotto.is

Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en fjórir miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur í hver.

Miðarnir voru keyptir á Lotto.is, tveir í Lotto-appinu og einn í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert