Fjölmiðlafólk rekið út

Samn­inga­nefnd­ir funda nú í Karp­hús­inu.
Samn­inga­nefnd­ir funda nú í Karp­hús­inu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlafólk var rekið út úr Karphúsinu fyrir skömmu. Ástæðan sem var gefin upp var sú að samningaviðræður væru á viðkvæmum stað, en samn­inga­nefnd­ir Kenn­ara­sam­bands Íslands og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga funda nú í Karp­hús­inu.

Rík­is­sátta­semj­ari lagði fram inn­an­hústil­lögu í kjara­deilu kenn­ara á fimmtu­dag. Stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga samþykkti til­lög­una í gær. Samn­inga­nefnd Kenn­ara­sam­bands Íslands hafði til klukk­an 13 í dag til að bregðast við til­lög­unni. Ekki liggur fyrir hver afstaða KÍ er. 

Fari svo að KÍ hafni til­lög­unni munu verk­fallsaðgerðir hefjast á ný í dag og ná til fjór­tán leik­skóla og sjö grunn­skóla. Verk­fallsaðgerðinar yrðu tíma­bundn­ar í grunn­skól­un­um en ótíma­bundn­ar í leik­skól­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert