Funda í Karphúsinu

Rík­is­sátta­semj­ari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara á fimmtudag.
Rík­is­sátta­semj­ari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara á fimmtudag. mbl.is/Karítas

Samn­inga­nefndir Kenn­ara­sam­bands Íslands og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga funda nú í Karphúsinu.

Rík­is­sátta­semj­ari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara á fimmtudag. Stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga samþykkti tillöguna í gær.

Samn­inga­nefnd Kenn­ara­sam­bands Íslands hafði til klukk­an 13 í dag til að bregðast við til­lög­unni. Ekki hafa fengist svör um afstöðu KÍ. 

Fari svo að KÍ hafni tillögunni munu verk­fallsaðgerðir hefjast á ný í dag og ná til fjór­tán leik­skóla og sjö grunn­skóla. 

Verk­fallsaðgerðinar yrðu tíma­bundn­ar í grunn­skól­un­um en ótíma­bundn­ar í leik­skól­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert