Ráðherra ekki upplýstur

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:42
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:42
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hanna Katrín Friðriks­son, nýr at­vinnu­vegaráðherra, var ekki upp­lýst um að Sig­ur­jón Þórðar­son, verðandi formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, hefði hags­muna að gæta þegar kom að þeirri ákvörðun að boða stór­efl­ingu strand­veiða á kom­andi sumri.

Sleppa ehf.

Hanna Katrín var upp­lýst um þetta í þætt­in­um Spurs­mál­um á mbl.is en Sig­ur­jón á fyr­ir­tækið Sleppa ehf. í jafnri eign á móti konu sinni en þingmaður­inn ný­kjörni hef­ur gert út bát á strand­veiðum und­ir merkj­um fyr­ir­tæk­is­ins síðustu ár. Stjórn­arsátt­máli nýrr­ar rík­is­stjórn­ar miðar að því að stór­auka strand­veiðar en þær breyt­ing­ar gætu orðið til þess að tvö­falda tekj­ur fyr­ir­tæk­is Sig­ur­jóns.

Hanna Katrín seg­ir að þetta kunni að hafa áhrif á störf Sig­ur­jóns á vett­vangi þings­ins.

Sigurlaug SK 138 er smíðuð árið 1988 og er skráð …
Sig­ur­laug SK 138 er smíðuð árið 1988 og er skráð lengd báts­ins 6,8 metr­ar. Brútt­ót­onn­in eru 5,88.

Per­sónu­leg­ir hags­mun­ir

„Komi það í ljós að hann hafi slíkra per­sónu­legra hags­muna að gæta þá mun hann ekki sjá um að vinna þetta mál í þing­inu, hann verður ekki fram­sögumaður. Þannig erum við með lög, starfs­regl­ur þings­ins, það hef­ur reynd­ar verið brotið.“

Mun hann koma að at­vinnu­vega­nefnd­inni þegar kem­ur að mál­efn­um sem varða strand­veiðar?

„Þetta verð ég bara, þetta eru bara mál­efni þings­ins, þetta verð ég bara að fá að skoða. Ég þekki þetta ekki, þú ert að bera hérna á borð fyr­ir mig ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar sem ég hef ekki haft tök á að skoða.“

Hanna Katrín mætti í Spursmál.
Hanna Katrín mætti í Spurs­mál. mbl.is/​María

Að sjá þetta í fyrsta sinn

En þetta eru bara gögn frá rík­is­skatt­stjóra.

„Nei, ég átta mig á því. Það breyt­ir því ekki að ég er að sjá þetta í fyrsta skipti. Ég er ekki að rengja gögn­in. Viðbrögð mín eru að fá að bíða. Bænd­ur eru á þingi.“

Viðtalið við Hönnu Katrínu Friðriks­son má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að ofan.

 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert