Sjö hús rýmd á Patreksfirði

Rýmda þurfti sjö hús.
Rýmda þurfti sjö hús. mbl.is/Guðlaugur

Sjö hús voru rýmd á Pat­reks­firði í gær­kvöldi. Um er að ræða sex heim­ili og hús­næði bæj­ar­skrif­stof­anna. 

Lög­regl­an á Vest­fjörðum grein­ir frá þessu í færslu á Face­book. 

Um klukk­an 22.45 lýsti Veður­stofa Íslands yfir hættu­stigi á Pat­reks­firði. Í kjöl­farið voru hús­in rýmd. 

14 íbú­ar yf­ir­gáfu heim­ili sín

„Alls voru 14 íbú­ar í þess­um hús­um og fóru nokkr­ir til vina og vanda­manna en hinir í gist­ingu á veg­um sveita­fé­lags­ins og RKÍ deild­ar­inn­ar á staðnum. Rým­ing gekk vel og íbú­ar tóku henni með ró­semd. Þegar birt­ir af degi verður hægt að skoða aðstæður m.t.t. hvenær óhætt sé að af­lýsa hættu­stig­inu og bjóða íbú­um að halda heim á ný,“ seg­ir í færslu lög­regl­unn­ar. 

Þá voru björg­un­ar­sveit­ir kallaðar út á Pat­reks­firði í gær­kvöldi. „Þak­plöt­ur og laus­legt var að fjúka á Pat­reks­firði og nú snemma í morg­un var björg­un­ar­sveit kölluð út í Bol­ung­ar­vík vegna sömu ástæðu,“ seg­ir í færslu lög­regl­unn­ar. 

App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Vest­fjörðum. Mik­il úr­koma var á svæðinu nótt og hef­ur vind­hraði verið tölu­verður á Vest­fjörðum öll­um. Gert er ráð fyr­ir því að veðrið gangi niður um eða upp úr há­deg­inu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert