Skýrslan kom út á undan svarinu

Skýrslan sem spurt var eftir var kynnt í október 2024.
Skýrslan sem spurt var eftir var kynnt í október 2024. mbl.is/Sigurður Bogi

Á síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkur þann 30. janúar var lögð fram að nýju fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skýrslu vegna Hvassahrauns, sem var fyrst lögð fram 13. júní 2024.

Einnig var málið tekið fyrir á fundi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, þann 28. janúar 2025.

Umrædd skýrsla var löngu komin út þegar svarið barst.

Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar og Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, var svohljóðandi: „Óskað er eftir upplýsingum um hvenær von sé á skýrslu nefndar um hugsanlega flugvallarlagningu í Hvassahrauni. Upphaflega var áformað að umrædd skýrsla kæmi út fyrir árslok 2021.“

Borgarráð vísaði fyrirspurninni til skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til umsagnar.

Svar barst rúmum sjö mánuðum seinna og var svohljóðandi:

„Skýrsla starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni var birt 1. október 2024. Skýrslan var kynnt í borgarráði 3. október 2024.“

Þorsteinn Gunnarsson borgarritari ritar undir svarið.

Með svarinu fylgdi svo skýrslan um Hvassahraun sem birt var í október og bar heitið „Rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert