„Margt í þessu er óljóst. Að okkar mati gengur það ekki upp ef allir leikmenn yrðu launþegar, það snertir meðal annars vinnulöggjöfina. Við þurfum að koma okkur saman um hvernig við ætlum að hafa umhverfi íþróttamanna sem launþega, það er ekki hægt að selja launþega, svo dæmi sé tekið.“
Þetta segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, ÍTF, um bréf skattstjóra til íþróttafélaga þar sem m.a. er minnt á að skrá leikmenn og þjálfara sem launþega en ekki verktaka.
ÍTF eru samtök félaga í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta en hafa einnig boðað félög úr hand- og fótbolta til fundar eftir helgina í tilefni af bréfi skattstjóra.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.