Agnes tekur við af Grími

E. Agnes Eida Kristínardóttir, er nýr yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar.
E. Agnes Eida Kristínardóttir, er nýr yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar. Ljósmynd/aðsend

E. Agnes Eida Kristínardóttir hefur verið ráðin yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mun stýra rannsóknarsviði þess. Agnes tekur við starfinu af Grími Grímssyni sem tók sæti á alþingi fyrir hönd Viðreisnar.

Í tilkynningu segir að Agnes búi yfir áratugareynslu af lögreglustörfum sem nái allt til ársins 1991 þegar hún hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík.

Agnes starfaði þar til ársloka 2006 og síðan hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007.

Þá segir að hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes varð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrði lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023.

Hún tók þá við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði, um skipulagða brotastarfsemi, og gegndi því starfi til síðustu mánaðamóta. Agnes er fyrsta konan sem er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert