Ákærð fyrir að svíkja 156 milljónir frá SÍ

Konan var starfsmaður hjá Sjúkratryggingum Íslands og er ákærð fyrir …
Konan var starfsmaður hjá Sjúkratryggingum Íslands og er ákærð fyrir að hafa svikið út samtals 156 milljónir á rúmlega 10 ára tímabili frá stofnuninni. mbl.is/Sigurður Bogi

Kona á sex­tugs­aldri, sem er fyrr­ver­andi verk­efna­stjóri hjá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands, hef­ur verið ákærð af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir að hafa svikið út sam­tals 156.298.529 krón­ur frá Sjúkra­trygg­ing­um með því að hafa falsað kröf­ur í kerf­um stofn­un­ar­inn­ar sem áttu sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um. Voru kröf­urn­ar gerðar í nafni eig­in­manns kon­unn­ar og tveggja sona, en mik­ill meiri­hluti fjár­mun­anna var svo ráðstafað áfram til kon­unn­ar.

Kon­an er ákærð fyr­ir skjalafals í op­in­beru starfi, en til vara fjár­svik, en brot henn­ar áttu sér stað á ár­un­um 2013 til og með 2024. Bjó hún til kröf­ur í tölvu­kerfi SÍ í nafni eig­in­manns síns, sem nú er lát­inn, og sona sinna tveggja, en þeir eru rúm­lega þrítug­ir í dag, en rétt rúm­lega 20 ára þegar brot kon­unn­ar hóf­ust.

mbl.is sagði frá mál­inu fyrst í maí í fyrra, en þá staðfesti Sig­urður H. Helga­son, for­stjóri SÍ, að búið væri að kæra málið til lög­reglu og að það væri komið á borð héraðssak­sókn­ara. Hann staðfesti jafn­framt að kon­unni hafði verið vikið úr starfi.

Voru kröf­urn­ar sagðar vera vegna er­lends sjúkra­kostnaðar auk þess sem þeir voru skráðir sem fylgd­ar­menn ótengdra aðila sem nutu lækn­is­meðferðar er­lend­is.

Í ákær­unni, sem Rúv greindi fyrst frá í morg­un, seg­ir jafn­framt að kon­an hafi í kjöl­far þess að falsa kröf­urn­ar blekkt aðra starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar til að samþykkja þær og að lok­um greiða þær út til sona sinna og eig­in­manns.

Fékk eig­inmaður­inn greidd­ar sam­tals 27,1 millj­ón inn á banka­reikn­ing sinn á ár­un­um 2013 til 2018, en það var með sam­tals 61 greiðslu. Ráðstafaði hann svo 15,8 millj­ón­um áfram til kon­unn­ar.

Eldi son­ur­inn er ákærður fyr­ir að hafa tekið við 48,9 millj­ón­um í sam­tals 70 til­vik­um frá ár­inu 2013 til 2023, en hann ráðstafaði 44,2 millj­ón­um áfram til móður sinn­ar.

Í til­felli yngri son­ar­ins var um 85 greiðslur að ræða frá ár­inu 2014 til 2024 upp á sam­tals 80,3 millj­ón­ir, en hann ráðstafaði 72,5 millj­ón­um áfram á banka­reikn­ing móður sinn­ar.

Eru syn­irn­ir ákærðir fyr­ir pen­ingaþvætti með sinni aðkomu að mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert