Anda með nefinu og stíga varlega til jarðar

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að íslensk stjórnvöld ættu …
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að íslensk stjórnvöld ættu að anda með nefinu og stíga varlega til jarðar þegar kemur að yfirlýsingum hvað varðar tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/AFP

Björn Brynj­úlf­ur Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs, kveðst hafa áhyggj­ur af því ástandi sem kann að skap­ast vegna yf­ir­vof­andi tolla­stríðs Banda­ríkj­anna við önn­ur ríki.

Seg­ir hann Viðskiptaráð berj­ast fyr­ir frelsi og fram­förum og að ástandið leiði til aft­urfar­ar á báðum sviðum. Ráðið hafi upp­haf­lega verið stofnað til að draga úr toll­um og öðrum viðskipta­hindr­un­um fyr­ir meira en 100 árum síðan.

„Þannig er þetta at­b­urðarás sem stend­ur okk­ur nærri og okk­ur líst illa á,“ seg­ir Björn.

Tel­ur hann að ís­lensk stjórn­völd ættu að anda með nef­inu og stíga var­lega til jarðar þegar kem­ur að yf­ir­lýs­ing­um á þessu stigi. Vera ekki endi­lega að blanda sér í deil­ur sem ekk­ert segi að við þurf­um að vera hluti af enn sem komið er.

Þarf ekki að hafa bein áhrif á Ísland

„Við erum ekki í Evr­ópu­sam­band­inu, sem er tolla­banda­lag. Við rek­um okk­ar eig­in stefnu í tolla­mál­um og ætt­um að hegða okk­ur í sam­ræmi við það. Ef Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­bandið reisa toll­múra hvort gagn­vart öðru þá þarf það ekki sjálf­krafa að hafa bein áhrif á Ísland.

Þetta snýst fyrst og fremst um að lág­marka nei­kvæð áhrif og það ætti að vera meg­in­viðfangs­efni ís­lenskra stjórn­valda núna.“

Toll­ar rýri lífs­kjör

Björn seg­ir að fyr­ir sitt leyti séu hærri toll­ar á heimsvísu von­brigði. Toll­ar séu til þess falln­ir að rýra lífs­kjör og til­hneig­ing flestra ríkja síðustu ára­tugi hafi verið að draga úr vægi þeirra. Því sé um viðsnún­ing að ræða í þeirri þróun sem hef­ur átt sér stað.

„Það er sér­stak­lega mik­il­vægt að Ísland reyni að lenda ekki í þess­um stormi því toll­ar leggj­ast þyngst á smærri hag­kerfi. Þeir bitna verst á fá­menn­ari ríkj­um þar sem minni sér­hæf­ing er til staðar og meiri þörf á að flytja hluti út eða inn,“ seg­ir hann.

„Ísland ætti að reyna að bregðast við með þeim hætti að lág­marka lík­ur á að toll­múr­ar rísi hér upp gagn­vart öðrum ríkj­um. Stærri hag­kerfi eru meira sjálf­um sér næg um sín­ar vör­ur og þjón­ustu en minni hag­kerfi eins og Ísland eiga allt und­ir greiðum alþjóðaviðskipt­um.“

Ólík­legt að Banda­rík­in noti tolla sem prik gagn­vart Íslandi

Von Björns Brynj­úlfs er að þeir taktísku toll­ar sem til­kynnt hef­ur verið um og eru í umræðunni muni ekki hafa bein áhrif á Íslandi og að Íslend­ing­ar fái að sigla lygn­an sjó hvað þá varðar.

„Banda­ríkja­menn beita núna toll­um í því skyni að fá viðsemj­end­ur sína eða mótaðila til að bregðast við eða fram­kvæma ákveðna hluti. Meðal ann­ars er talað um inn­flytj­end­ur og eit­ur­lyf og að leyfa banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um að flytja vör­ur út til Kína. Við sjá­um núna til dæm­is að áformuðum toll­um Banda­ríkj­anna gagn­vart Mexí­kó hef­ur verið frestað í kjöl­far sam­komu­lags þeirra á milli,“ seg­ir Björn Brynj­úlf­ur

„Það má því vel vera að stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um líti fram­hjá Íslandi í þess­um mála­flokki. Ef það er ekk­ert sér­stakt sem þau vilja semja við okk­ur um er ólík­legt að þau muni nota tolla sem prik gagn­vart okk­ur,“ seg­ir Björn en bæt­ir við að ef toll­ar rísi á önn­ur Evr­ópu­ríki en Ísland þá gæti það þýtt að hlut­falls­lega verði út­flutn­ings­vör­ur frá Íslandi ódýr­ari í ein­hverj­um til­fell­um.

Spurður um verstu mögu­legu út­komu seg­ir Björn að það versta sem ger­ist sé að deil­urn­ar stig­magn­ist, toll­arn­ir verði hærri og hærri og auk­in sér­hæf­ing og milli­ríkjaviðskipti und­an­far­inna ára­tuga fari að rakna upp og hag­kerfi heims­ins breyt­ist í meiri valda­blokk­ir sem stundi meiri sjálfsþurft­ar­bú­skap.

„Það myndi rýra lífs­kjör mikið og ef Ísland yrði hluti af þeirri aft­ur­för myndi það hafa veru­leg nei­kvæð áhrif á lífs­kjör okk­ar sem búum á þess­ari fá­mennu eyju.

Við kross­leggj­um bara fing­ur og von­um ann­ars veg­ar að þetta gangi ekki lengra en raun er orðin eða gangi jafn­vel hratt til baka og hins veg­ar að Ísland sleppi við þenn­an storm.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert